Tollaupplýsingar

Athugið að reglur gilda bæði um það sem komið er með inn til Taílands og það sem farið er með út úr landinu. Þegar komið er til landsins er hægt að fara um græna hliðið hafi ferðamaður ekkert tollskylt í farangri sínum. Hafi ferðamaður eitthvað tollskylt í farangri, eitthvað sem óleyfilegt er að flytja til landsins EÐA ER Í VAFA skal farið um rauða hliðið.

Sjá upplýsingar á vefsíðu taílenska sendiráðsins undir flipanum ABOUT THAILAND og þaðan á TOURIST INFORMATION. Þar eru m.a. upplýsingar um eftirfarandi ofl. Athugið að RAFRETTUR eru bannaðar í Taílandi og liggja sektir við.

 - að taka með sér lyf til Taílands
 - hvað er leyfilegt að koma með
 - að taka með sér gæludýr

Athugið að sektir geta legið við og hugsanlega dauðarefsing sé um að ræða flutning á eiturlyfjum hvort sem viðkomandi ætlar þau til eigin nota, sé framleiðandi, annist flutning fyrir aðra eða ætli efnið til sölu. Gætið þess að enginn komist í farangur ykkar eða biðji ykkur um að flytja fyrir sig hluti sem fíkniefnigætu leynst í. Flytjandi er ábyrgur, vitandi eða óvitandi.

Kynntu þér reglurnar nánar á þessum hlekk sem vísar á vefsíðu Taílenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn.

Grunnreglur eru:

Ferðamaður hafi tilbúið vegabréf og önnur ferðagögn, hafi lesið og skilið tollareglur, reglur um sjúkdóma og veikindi sem krefjast leyfa eða veita ekki aðgang að landinu, reglur um innflutning á gjaldeyri og gengi.

Ferðamaður taki ekki að sér að flytja neitt fyrir aðra þar sem hann verður talinn fyllilega ábyrgur fyrir þeim hlutum reynist þeir ólöglegir eða beri gjöld.

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is