Vegabréfsáritanir

Á þessari síðu eru upplýsingar um helstu áritanir til Taílands og hvernig sótt er um þær.
Tæmandi upplýsingar eru á vefsíðu taílenska sendiráðsins í Oslo

Íslendingar þurfa EKKI vegabréfsáritun ef dvalið er skemur en 30 daga í Taílandi.

Ef dvalið er lengur en 30 daga þarf áritunÞótt hingað til hafi verið í lagi að borga dagsektir á flugvellinum í Taílandi fyrir daga umfram dvalarleyfi, hefur nýlega komið í ljós að æ fleiri flugfélög neita fólki að fara um borð á leið til Taílands ef það er með miða út úr Taílandi sem er dagsettur eftir að 30 daga leyfið rennur út. Sama á við um fólk sem er með áritun í tvo mánuði og ætlar sér að framlengja um mánuð eins og leyfilegt er Taílands vegna. Er þá litið til þess að miði heim sé innan tveggja mánaðanna. Hefur fólk þurft að kaupa sér nýja miða. Athugið þetta vel, þetta er á ábyrgð ferðamanns.

Leggja þarf fram umsókn í eigin persónu. Þó má einn koma með umsóknir annarra sem ferðast saman. 

Afgreiðslutími er minnst vika frá því að öll gögn hafa verið lögð fram. Gera þarf ráð fyrir tveimur vikum fyrir ársáritanir frá því öll gögn hafa borist. Sérstakar áritanir s.s. til náms eða vinnu geta tekið lengri tíma. 

Umsóknargögn utan af landi má senda í pósti þannig að þau séu borin út á heimilisfang ræðisskrifstofunnar. HVORKI má senda vegabréf né gjald. Hafið samband um afhendingu í tengslum við brottför af landinu (823 2676).

Öllum gögnum með umsókn er haldið eftir. Eigið eintak fyrir ykkur af flugmiða og öðru því sem þið viljið eiga. Ljósritunarvél til sjálfsafgreiðslu er á staðnum.

Gjald er ekki endurgreitt þótt hætt sé við ferð eða áritun ekki veitt á grunni gagna.

Athugið að tímabil sem ritað er í vegabréfið markar tímabilið sem viðkomandi hefur til að koma inn í landið. Dvalarleyfið sjálft er veitt við komuna til Taílands og þá stimplað í vegabréfið bæði komudagur og síðasti leyfilegi dagur í landinu. Skoðið þann stimpil við komuna til að sannreyna lengd dvalartíma sem þið hafið fengið. Dvöl umfram dvalarleyfi getur haft í för með sér háar sektir og jafnvel fangelsisvist.

 

LESIÐ VEL: 

Með öllum umsóknum um áritun þarf eftirfarandi gögn.
Sjá neðar um viðbótargögn með sumum áritunum.

  • Skýrt útfyllt umsókn. ÖLL börn þurfa eigin umsókn og eintak af öllum fylgigögnum. Umsóknareyðublað er hér til vinstri ásamt dæmi um útfyllta umsókn og þýðingu á umsóknareyðublaðinu. Hægt er að fylla blaðið út á skjánum og prenta svo út. 
  • Tvær passamyndir, ekki eldri en 6 mánaða, á ljósmyndapappír.
  • Vegabréf sem er gilt minnst 6 mánuðum lengur en dvöl á að standa og með tveimur alveg auðum síðum OG ljósrit af vegabréfi; síðunni sem myndin er á.
  • Ljósrit eða útprent af flugmiða eða ferðaáætlun inn í Taíland OG út úr landinu. 
    Ekki er nóg að sýna miða eða áætlun, hana þarf að skilja eftir með umsókninni. Öllum umsóknum, hjóna hvors um sig eða barna þarf að fylgja flugmiði eða ferðaáætlun, jafnvel þótt nöfn allra séu á einum miða. Einn miði fyrir alla er ekki nóg. Hægt að ljósrita sjálfur á skrifstofunni.
  • Ef fráskildir / einstæðir foreldrar eða bara annað foreldri sækir um visa fyrir barn eða fer með barn; sjá flipa Ferðast með börn
  • Þeir sem ekki eru með íslensk ríkisfang þurfa staðfestingu frá Þjóðskrá á því að þeir séu skráðir hér á landi.

Ræðisskrifstofan getur farið fram á viðbótargögn ef þurfa þykir. Hafi útlendingur dvalist í Taílandi umfram leyfilegan dvalartíma sinn getur verið að honum verði meinuð endurkoma í landið. Sjá hér.

 

AUK ÞESS ÞARF:

Fyrir ferðamannaáritun með mörgum innkomum (fjölinnkomuáritun / Tourist visa multiple entry):

1) Staðfestingu frá banka, á ensku, á því að viðkomandi eigi á reikningi jafnvirði 200.000 THB (u.þ.b. 700.000 kr. Verður að vera í plús, ekki með heimild).

Auk þess getur ræðisskrifstofan farið fram á að umsækjandi leggi fram flugmiða út úr Taílandi og aftur inn, einhvern tíma á dvalartímanum til sönnunar því að hann þurfi fjölinnkomu.  Þess verður þá óskað sérstaklega. Ekki er þá átt við sama flugmiða og hér að ofan heldur aðra ferð út úr Taílandi og inn aftur. Má hann vera til hvaða lands sem er t.d. einhvers nágrannalands (s.s. fjórir flugmiðar alls). 

 

Fyrir Non Immigrant áritun (ein innkoma / single entry):


1) Staðfestingu á gistingu (minnst tvær nætur á hóteli). Ef gist er í heimahúsi: Ljósrit af skilríkjum gestgjafa /eiganda húss, þar sem hann skrifar nafn gests og tímabil dvalar og skrifar undir + staðfestingu á að viðkomandi hafi umráðarétt yfir húsnæðinu - sem getur verið ljósrit úr „bláu bókinni”, „fjölskyldubókinni" sem allir Taílendingar eiga EÐA kaup- eða leigusamningur. Þeir sem dvelja í eigin húsnæði leggja fram kaup- eða leigusamning. ATH. Hverjum og einum er skylt og ber hann ábyrgð á því að tilkynna dvalarstað sinn til útlendingaeftirlitsins (Immigration) á 90 daga fresti OG þegar skipt er um húsnæði á dvalartímanum - að viðlagðri sekt. Sjá upplýsingasíðu hér OG hérlið 12 og 13. Á hótelum sjá rekstraraðilar þar yfirleitt um að tilkynna nýja gesti.

2) Staðfestingu á greiðslum frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóði (á ensku, stimplað frá þeim) sem eru að lágmarki andvirði 65.000 THB á mánuði EÐA staðfestingu frá banka að viðkomandi eigi andvirði 800.000 THB EÐA samsetningu af þessu tvennu. Ef aðeins er sýnd bankainnistæða þarf að sýna fram á að umsækjandi sé ellilífeyrisþegi eða með fulla, varanlega orörku. Ræðisskrifstofan getur farið fram á að afrit af bankareikningi sem sýnir nafn reikningseiganda og hreyfingar síðustu þriggja mánaða. ATH: Íslendingar sem giftir eru Taílendingi og eru ekki komnir á eftirlaun sýna jafnvirði 400.000 THB í banka eða 40.000 THB mánaðartekna með launaseðlum til þriggja mánaða. Taílendingar með íslenskt vegabréf þurfa ekki að sýna bankainnistæðu.

3) Þeir sem fara á grundvelli hjúskapar við Taílending leggja fram nýtt hjúskaparvottorð og ljósrit af taílensku nafnskírteini maka og vegabréfi hans. Maki skrifar á ljósritið að hann sé enn giftur viðkomandi, dagsetur og skrifar undir.

4) Sá sem á taílenskt foreldri þarf að leggja fram fæðingarvottorð sitt og ljósrit af taílensku vegabréfi OG taílensku nafnskírteini (ID) foreldris með undirskrift þess og dagsetningu. Ef barn er ekki lögráða þarf auk þess undirskrift beggja foreldra á umsókn og staðfestingu á forræði ef það er á hendi annars foreldris. 

 

Fyrir Non Immigrant ársáritun (fjölinnkomu / multiple entry):


1) Staðfestingu á gistingu (minnst tvær nætur á hóteli). Ef gist er í heimahúsi: Ljósrit af skilríkjum gestgjafa /eiganda húss, þar sem hann skrifar nafn gests og tímabil dvalar og skrifar undir + staðfestingu á að viðkomandi hafi umráðarétt yfir húsnæðinu - sem getur verið ljósrit úr „bláu bókinni”, „fjölskyldubókinni" sem allir Taílendingar eiga EÐA eigin kaup- eða leigusamningur. ATH. Hverjum og einum er skylt og ber hann ábyrgð á því að tilkynna dvalarstað sinn til útlendingaeftirlitsins (Immigration) á 90 daga fresti OG þegar skipt er um húsnæði á dvalartímanum - að viðlagðri sekt. Sjá upplýsingasíðu hér OG hér: lið 12 og 13. Á hótelum sjá rekstraraðilar þar yfirleitt um að tilkynna nýja gesti.

2) Staðfestingu á greiðslum frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóði (á ensku, stimplað frá þeim) sem eru að lágmarki andvirði 65.000 THB á mánuði EÐA staðfestingu frá banka að viðkomandi eigi andvirði 800.000 THB EÐA samsetningu af þessu tvennu. Ef aðeins er sýnd bankainnistæða þarf að sýna fram á að umsækjandi sé ellilífeyrisþegi eða með fulla, varanlega orörku. Ræðisskrifstofan getur farið fram á að afrit af bankareikningi sem sýnir nafn reikningseiganda og hreyfingar síðustu þriggja mánaða. ATH: Íslendingar sem giftir eru Taílendingi og eru ekki komnir á eftirlaun sýna jafnvirði 400.000 THB í banka eða 40.000 THB mánaðartekna með launaseðlum til þriggja mánaða. Taílendingar með íslenskt vegabréf þurfa ekki að sýna bankainnistæðu.

3) Þeir sem fara á grundvelli hjúskapar við Taílending leggja fram nýtt hjúskaparvottorð og ljósrit af taílensku nafnskírteini maka og vegabréfi hans. Maki skrifar á ljósritið að hann sé enn giftur viðkomandi, dagsetur og skrifar undir.

4) Sá sem á taílenskt foreldri þarf að leggja fram fæðingarvottorð sitt og ljósrit af taílensku vegabréfi OG taílensku nafnskírteini (ID) foreldris með undirskrift þess og dagsetningu. Ef barn er ekki lögráða þarf auk þess undirskrift beggja foreldra á umsókn og staðfestingu á forræði ef það er á hendi annars foreldris. 

Auk þess getur ræðisskrifstofan farið fram á að umsækjandi leggi fram flugmiða út úr Taílandi og aftur inn, einhvern tíma á dvalartímanum til sönnunar því að hann þurfi fjölinnkomu. Þess verður þá óskað sérstaklega. Ekki er þá átt við sama flugmiða og hér að ofan heldur aðra ferð út úr Taílandi og inn aftur. Má hann vera til hvaða lands sem er t.d. einhvers nágrannalands (s.s. fjórir flugmiðar alls). 

 

Helstu gerðir áritana og hverjum þær eru ætlaðar

Ferðamannaáritun (Tourist Visa). Hægt að fá eina innkomu sem gildir í 60 daga eða fjölinnkomuáritun (multiple entry) þar sem fást nýir 60 dagar út á hverja innkomu, að hámarki 6 mánuðir. Þótt fleiri en ein innkoma sé í vegabréfinu þarf að fara úr landi/að landamærum og láta stimpla vegabréfið á 60 daga fresti. Hægt er að framlengja hverju 60 daga tímabili um 30 daga á Immigration-skrifstofu í Taílandi og fara þá að landamærum eftir 90 daga í stað 60. Gjald fyrir eina innkomu er 4.500 kr. og 21.600 kr. fyrir fjölinnkomuáritun. 

Non-Immigrant (S) áritun sem gildir í 90 daga, aðeins hægt að koma inn í landið einu sinni (single entry). Þessi áritun er veitt:
- Taílendingum og íslenskum mökum þeirra: hjúskapur staðfestur með nýju hjúskaparvottorði og ljósriti af taílensku nafnskírteini (ID) OG vegabréfi taílenska makans með yfirlýsingu þar sem hann skrifar að hann sé giftur viðkomandi og kvittar undir með nafni og dagsetningu. 
- Eftirlaunaþegum og öryrkjum (50 ára eða eldri) með varanlega örorku á fullum bótum og þeim sem hyggja á nám eða vinnu. Með umsóknum um áritun vegna vinnu, viðskipta osfr. er beðið um ýmis gögn sjá nánar á vefsíðu taílenska sendiráðsins.
- Non-Immigrant áritun er hægt að fá breytt t.d. vegna ætlunar um að stunda viðskipti eða nám. Þá má gera ráð fyrir að þurfi að leggja fram viðbótargögn. Þetta er gert á Thai Immigration Service-skrifstofu í Taílandi. Gjald: 8.800 kr.

Non-Immigrant (M) áritun sem gildir í 4 x 90 daga = 12 mánuði.
Þessi áritun er veitt þeim sem eru í hjúskap með Taílendingi, eiga taílenskt foreldri eða eru eldri en 50 ára og varanlega komnir af vinnumarkaði vegna örorku eða aldurs. Fara þarf úr landinu á þriggja mánaða fresti. Ef ferðamaður vill komast hjá því að þurfa að fara úr landi er hægt að sækja um undanþágu frá því (extension of stay) á Thai Immigration Service-skrifstofu. Það verður að gerast á fyrstu 90 dögum dvalar. Non-Immigrant áritun er hægt að fá framlengt um allt að ár. Gjald: 21.600 kr.

Visa on Arrival fyrir aðrar þjóðir en Íslendinga, sjá hér umsóknareyðublað. Listi yfir landamærastöðvar sem veita VOA-áritun. Gjald er alla jafna 2.000 THB.

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is