Taílensk vegabréf og ríkisborgararéttur fyrir börn

Ef taílenskt vegabréf glatast eða rennur út er mögulegt:

Að fá nýtt fullgilt vegabréf með því að sækja um það í sendiráði Taílands í Osló, í eigin persónu. Upplýsingar fást í sendiráðinu sjá hér. EÐA  með því að sækja um nýtt vegabréf þegar fulltrúar sendiráðsins koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári en misjafnt er hvenær komið er.

Að fá neyðarvegabréf sem gildir í ár. Sótt er um það hjá Andreu Sompit í Fjallalind 107, Kópavogi. Hafa þarf samband við hana í síma 896 2170 og panta tíma. Koma þarf í eigin persónu og skrifa nafnið sitt í nýja vegabréfið.

Hafa þarf meðferðis 1) afrit af vegabréfinu sem er útrunnið, 2) afrit af taílensku nafnskírteini EÐA ljósriti úr íbúaskráningu (family book), 3) þrjár passamyndir. * Ef þú þarft vegabréfið vegna þess að þú ert að fara í flug, þarf að sýna flugmiða.

Gögn eru svo send til frágangs í sendiráð Taílands í Oslo. Fullfrágengið neyðarvegabréf er svo sent til baka að um viku liðinni.

 

Til þess að sækja um taílenskan ríkisborgararétt fyrir börn þarf eftirfarandi:

Fæðingarvottorð barns frá Þjóðskrá, á ensku, sem stimplað er hjá Utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg og hjá ræðismanni Taílands í Keilufelli.

Ljósrit af vegabréfum foreldra og taílensku nafnskírteini þeirra.

Giftingarvottorð ef foreldrar eru giftir, á ensku og stimplað frá Utanríkisráðuneytinu og ræðismanni.

Bíða eftir komu starfsfólks frá taílenska sendiráðinu í Oslo sem kemur af og til til Íslands í þeim erindagjörðum að gefa út taílensk vegabréf.

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is