Þegar annað foreldri sækir um áritun fyrir ólögráða barn þarf að leggja fram viðbótargögn með umsókn.

Þegar báðir foreldrar fara með forræði barns þarf foreldrið sem fer með barnið í ferðina að leggja fram:

  • Fæðingarvottorð barnsins.
  • Ljósrit af vegabréfi sínu með undirskrift og dagsetningu (eða taílensku nafnskírteini eða skráningu í hús þar í landi). Skrifa má á sama ljósrit og þarf hvort eð er að skila með umsókn um áritun.
  • Ljósrit af vegabréfi hins foreldrisins með undirskrift þess og dagsetningu.
  • Báðir foreldrar skrifa nafn sitt á umsókn barnsins, þ.e. skrifa undir hana fyrir hönd barnsins.

Þegar annað foreldri fer með forræði yfir barni sem það ætlar að ferðast með þarf að leggja fram:

  • Fæðingarvottorð barnsins.
  • Forsjárvottorð frá Þjóðskrá.
  • Ljósrit af vegabréfi sínu með undirskrift og dagsetningu (eða taílensku nafnskírteini eða skráningu í hús þar í landi).

Forsjárvottorð fæst hjá Þjóðskrá Íslands. Fljótlegast er að sækja um það á www.skra.is Þá tekur afgreiðsla þess 3 virka daga.
Einnig er hægt að fara í Borgartún 21 og leggja inn pöntun eða hringja í síma 515 5300. Þá tekur afgreiðslan 7 virka daga.

Nauðsynlegt að hafa áritun

Ef foreldri er með taílenskt vegabréf og hyggst fara með barn sitt sem einungis hefur íslenskt vegabréf til Taílands, þarf að sækja um áritun fyrir barnið. Það er óháð því hversu lengi er dvalið (þ.e.a.s. umfram þá 30 daga sem leyfilegt er að vera án áritunar). Ef ætlunin er að framlengja áritun barnsins úti eða eiga önnur samskipti við Immigration vegna dvalar þess er nauðsynlegt að hafa önnur eintök af ofangreindum skjölum til að leggja fram úti líka.

 

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is