Umboð

Þurfi að útvega opinber skjöl s.s. fæðingarvottorð, vottorð um hjúskaparstöðu, sakavottorð eða annað frá Taílandi þarf að útbúa umboð til handa einhverjum þeim sem þar er staddur svo hann geti nálgast skjölin og sent þau heim. Hér fyrir neðan er umboðseyðublað sem er á taílensku og ensku.

Þegar umboðið hefur verið vandlega fyllt út þarf að láta stimpla það hjá sýslumanni, í utanríkisráðuneytinu og hjá ræðismanni áður en það er sent út. Ljósrit af vegabréfi þess sem veitir umboðið þarf að fylgja með, heftað við umboðið, þannig að saman sé þetta eitt skjal. Gott er að halda eftir ljósriti af stimpluðu umboðinu.

Athugið að tilgreina skýrt í skjalinu til hvers viðkomandi fær umboð þannig að ekki leiki vafi á því til hvers umboðið nær t.d.:

- til að sækja um og fá afhent fæðingarvottorð.

- til þess að annast sölu húseignar og allt sem því máli viðkemur eins og sá sem umboðið veitir hefði annast það sjálfur (huga að aðstæðum í hvert sinn s.s. því hvort viðkomandi megi taka við greiðslu osfr.)  

- til að sækja um vegabréf fyrir barn mitt og útvega vísa til Íslands.

 

  Umboð eyðublað.pdf (.pdf 47 KB) Sækja skjal

 

 

 

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is