Löggilding eða staðfesting á íslenskum skjölum til framvísunar í Taílandi

Öll skjöl frá Íslandi sem á að leggja fram í Taílandi, hvort sem eru frumrit, afrit eða þýðingar, þarf að láta stimpla hjá sýslumanni (nema þau komi frá stofnun eins og t.d. Þjóðskrá). Hann staðfestir að sá sem skrifar undir skjölin, eða sé tilgreindur þar, sé sá sem hann segist vera. Síðan þarf stimpil frá utanríkisráðuneytinu og loks frá ræðisskrifstofunni – í þessari röð. Gjald er tekið fyrir stimplun á hverjum stað. Sjá um þýðingar hér fyrir neðan.

Skjöl frá taílenskum yfirvöldum til framvísunar hér á landi

Skjöl sem koma frá yfirvöldum í Taílandi og leggja þarf fram á Íslandi þurfa að vera stimpluð frá Taílandi af þar til bærum aðilum. Best er að athuga hvaða stimpla þurfi í hverju tilviki fyrir sig, hjá þeirri íslensku stofnun sem á að taka við skjalinu - áður en lagt er í að fá gögnin í Taílandi. Það getur sparað fé og fyrirhöfn. Gera skal ráð fyrir að þurfa stimpil frá utanríkisráðuneytinu í Bangkok og ræðismanni Íslands í Bangkok (Sjá "stimplunarstaðir" t.v.). Sjá um þýðingar hér fyrir neðan.

Ferlið í utanríkisráðuneytinu

Að jafnaði eru skjöl til stimplunar hjá utanríkisráðuneytinu tilbúin til afhendingar næsta virka dag eftir hádegi. Allar nánari upplýsingar um löggildingu skjala hjá ráðuneytinu, gjald ofl. eru á vef þess.
 

Gjald fyrir staðfestingu skjala

Fyrir hvert staðfest skjal hjá ræðismanni er innheimt gjald að upphæð 2.000 kr. Skjal á frummáli og í þýðingu er tekið sem eitt skjal þótt það sé á tveimur blöðum og þar með, með sitt hvorum stimpli. Greiðslukort ekki tekin.

Keilufell 2, 111 Reykjavik - Sími 823 2676 / 571 0224 
amol@talnet.is